8.8.2010 | 13:35
Opna Jónar Transport hringurinn
Við byrjuðum á 10.holu sem er par 3 því það er búið að snúa vellinum við.
10.hola: Par 3: 150m í pinna sem var bakvið glompuna á neðri pallinum. Ég tók góða áttu og dró hann til vinstri. Miðaði á efri pall og endaði á neðri palli. Rétt missti 4mtr pútt fyrir fugli. Par.
11.hola: Par 4: Skar hornið með ásnum og átti bara um 66mtr eftir í pinna eftir upphafshöggið. Smá afsagaður 60° wedge meter frá pinna. Renndi þessum ljúfenga fugli auðveldlega í holu. Fugl.
12.hola: Par 4: Fínt upphafshögg vinstra megin á braut. 90mtr í pinna og afsagaður 54° wedge lenti beint á pinna og rúllaði því um 4 mtr til hægri útaf því að grínið hallar allt þannig. Ætlaði að lenda 2-3 mtr meira vinstra megin. Rétt missti fuglinn. Par.
13.hola: Par 4: Fínt upphafshögg en átti 125mtr í pinna sem var aftast á gríni. Tók afsagaða níu og ætlaði að draga hana soldið til vinstri en kúlan hélst til hægri og ég endaði á gríni en í 10mtr fjarlægð. Par.
14.hola: Par 4: Upphafshöggið hægra megin í röffi sem hafði engin áhrif. 90mtr í pinna sem var alveg fremst og því mjög erfitt að stoppa kúluna nálægt. Ég lenti kúlunni því fyrir framan grínið en hann rúllaði alveg 5-7mtr framm yfir pinnan. Par.
15.hola: Par 5: Fullkominn tré þristur sem beygði með horninu. Lenti í funky legu og ég hálfpartinn toppaði tré þristinn í öðru högginu og lenti í röffi vinstra megin. Tók þaðan fimm járn en röffið var of þykkt og ég var enn 90mtr frá pinna og enn í röffi. Lenti 54° um 2 mtr yfir pinnan og náði ekki að setja trikki par púttið í. Skolli.
16.hola: Par 3: 144mtr og tók því áttu og endaði alveg fremst á gríninu. Átti um 5-7mtr pútt sem var of stutt og ég tappaði inn fyrir pari. Par.
17.hola: Par 4: Frábært upphafshögg og átti um 50mtr eftir. Hálfur 60° wedge var ílla hittur og í raun þriðja lélega höggið mitt þennan daginn staðreynd. var fremst á gríninu en pinninn ofarlega. Massa 10mtr uppíhallapútt var frábært en tvípútt engu að síður. Par.
18.hola: Par 4: Frábært upphafshögg skildi eftir 95mtr í pinna. Ég var hægra megin og þurfti því að slá yfir glompurnar og pinninn var 5 mtr inn á gríninu. Ég ætlaði því að taka 90mtr högg með 54° en sló því miður bara 89mtr högg. Lak í erfiðasta bönker vallarins. Sem hefði ekki verið neitt mál nema að ég var líka í funky legu. Þurfti að negla til að ná honum upp og skallaði náttla kúluna yfir fokkin grínið og upp í móa. Týndi boltanum og þurfti að taka víti og láta kúluna falla aftur í bönkernum. Náði því höggi inn á grín og tvípúttaði. Tripple.
þarna var ég á +3 en samt búinn að spila eins og engill fyrir utan 3 léleg högg og eitt meter of stutt högg.
1.hola: Par 5: Sæmó upphafshögg sem snérist soldið til vinstri útí röff. Skæjaður tré þristur í öðru höggi skilaði mér 100mtr frá holu. Fullur 54° í mótvindi var pinn high, 2 mtr frá og ég rúllaði púttinu örugglega í. Fugl.
2.hola: par 4: Snilldar upphafshögg sem snake-aði sig í gegnum hraunið skilaði mér 70mtr frá pinna. Tók hálfan 54° sem voru mistök því hann beit náttla ekkert og rúllaði 10 metra yfir pinna á þessu vel hallandi gríni. Hefði átt að þrusa 60° og ná spuna til að stoppa betur. Par.
3.hola: Par 4: Á þessari stuttu par 4 tók ég bara tré þrist og endaði beint á pinna nema 33mtr stuttur. Þurfti að lobba með 60° yfir hraunið en var pínu of stuttur og lenti því í halla og skaust vel yfir pinnann. Tvípútt. Par.
Hefði átt að fá fugla á annari og þriðju. Svekktur með það.
4.hola: Par 3: 130 í mótvindi og ég tók áttu. Nkl á pinna en 10mtr of stuttur. par.
5.hola: Par 4: Besta upphafshögg dagsins köttaði vel yfir hraunið. Gröð lína. Átti um 80mtr eftir og afsagaður 54° wedge var pínu hægra megin og of langur. Par.
6.hola: Par 3: 123mtr í mótvindi og ég sló þunga níu sem var of stutt. Fyrsta vipp dagsins og það endaði 2cm frá holu. Par.
7.hola: Par 5: Lélegt upphafshögg en skipti engu máli því ég endaði upp við hraunið hægra megin og átti alveg jafn langt högg eftir og ef ég hefði farið rétta línu (sem var mun meira til vinstri). Þungur tré þristur rétt sveif yfir hraunið en á perfect línu og skildi eftir 33 mtr í pinna. Rúllaði vippinu með pw 2 mtr frá og ekki sáttur með að skilja svona mikið eftir. Setti samt fuglapúttið örugglega í. Fugl.
8.hola: Par 4: Tók bara sexu í upphafshögg útaf vatninu. Átti 125mtr eftir og tók níu en endaði pínu hægra megin við grínið. Pinninn var aftast uppi. Ákvað að pútta þaðan sem voru mistök og skildi eftir of langt pútt sem ég náði ekki að bjarga. Skolli.
9.hola: par 4: Flott upphafshögg sem var hægra megin og sveif fallega yfir hraunklettinn. Átti 90mtr eftir í pinna sem var sirka á miðju gríninu. Sló 54° wedginn 87 mtr og átti eftir 3 mtr fyrir fugli til að komast í bráðabana. Þetta var vel snúið pútt frá hægri til vinstri. Ég hugsaði bara Slammer McFearless og nelgdi púttinu í á öruggri línu sem aðeins atvinnumaður hefði þorað að taka. Fugl.
-2 á seinni og samtals +1.
Ég tel mig hafa hitt allar brautir nema eina. Ég tel það þannig að ef ég er me fullkomna legu eftir upphafshöggið og ekki í neinum vandræðum þá er það sem hitt braut. Eða öllu heldur hitt upphafshögg. Að vera 3 cm fyrir utan braut og með fullkomna legu og telja það ekki sem hitta braut er eitthvað svo heimskulegt og gegn tilgangi þess að halda þessa tölfræði.
Ég hitti 14 grín með 31 pútt. Mjög sáttur með það.
Lækkaði um 0.2 og vann 50 kall hjá Icelandair og bikar. Ekki að hata það.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ánægður með þetta. Langt síðan það hefur verið farið almmenilega yfir golfhring á þessu bloggi.
Til hamingju með sigurinn.
Tóti (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:38
læk
bubbi (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 16:02
Þessi færsla er náttúrulega tileinkuð Tangó.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.8.2010 kl. 16:28
Sæll Sigursteinn
Ánægjulegt að sjá þessa færslu frá þér.
Til hamingju með árangurinn!
Kv.
Andri Már
Markaðsstjóri Jóna Transport
Andri Már (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 16:29
Takk fyrir mig.
Bíddu bara eftir færslunni sem mun koma þegar ég nota þessa vinninga og er staddur einhvers staðar út í heimi með bjór í einni og kylfu í hinni.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.8.2010 kl. 16:36
Flott mót - mjög ánægður að þú ert byrjaður að afsaga höggin eins og þú segir ;)
Eitthvað hefur "strákurinn" lært á æfingunum í sumar, það er oft betra að stjórna 8, 100 metrana en að kreista W
kv. Ace
Ace (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 18:56
ég lærði af þeim besta. Gangi þér vel á morgun.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.8.2010 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.