7.8.2010 | 10:37
Tangó
Ég keypti íslenska drauminn með Tóta og félögum á 1200kr. Það var svo fáránlega langt síðan ég sá þá mynd. Við horfðum á hana og þetta er náttla ein best heppnaðasta íslenska mynd ever.
Margir instant klassískir frasar úr þessari mynd.
Litla stelpan: ,,þið eruð bara leiðinlegir" og labbar í burtu.
Jón Gnarr: ,,þú ert bara sjálf leiðinleg"
Svo náttla ,,I think Iceland is much better than the American team in football. We have Helgi Kolviðsson."
og hver man ekki eftir ,,Ég veit um fullt af fólki sem þekkir Halim Al, og þau segja að hann sé bara fínn náungi." Jón Gnarr.
Ég allavega lá hlæjandi í sófanum á meðan Beta bókstaflega gat ekki horft á sumar senurnar því þær voru svo pínlegar.
Ég fór að pæla í íslenskum myndum og komst að þeirri niðurstöðu að um leið og menn fara að taka sig of alvarlega þá gengur það ekki upp. Skemmtilegar íslenskar myndir? Íslenski draumurinn, Veggfóður, Sódóma Rvíkur og Stella(barn síns tíma). Allt hressar og fyndnar myndir. Allar hinar sökka. Jú, bíddu, Englar Alheimsins var ágæt ef þú gast útilokað Ingvar E úr öllum senum þar sem hann kann ekki að leika. Einn lélegasti íslenski leikarinn sem við eigum(miðað við frægð).
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 153544
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.