6.8.2010 | 08:32
Rúntur
Fórum niðrí bæ í gærkveldi að snæða. Fólkið á Vegamótum elskar okkur pottþétt.
Við komum inn, fáum borð, þurfum ekkert að skoða matseðilinn því við vitum hvað við viljum og pöntum því strax, fáum matinn eftir ca 7 mín því rétturinn er einfaldur, erum ca 10mín að borða, biðjum um doggybag, komin út eftir ca 25 mín og borðið aftur orðið laust.
Skil ekki hvað fólk er alltaf að hangsa á svona stöðum. Þetta eru ekki eldflaugavísindi, maður er bara að borða.
Tókum bókarúnt og málið tot.
Vorum að krúsa heim á leið þegar við sáum svo skrýtið par á labbi hjá tjörninni að ég þurfti að snúa við til að sjá þau aftur. Snéri við á hringtorginu og brunaði til baka. Þetta var klárlega þess virði en ég bara get ekki lýst þessu pari nánar.
Jæja, ætluðum þá loks að skondrast heim en þar sem ég beið eftir að beygja inn á aðalgötuna þá rúntuðu uþb 30-40 gamlir amerískir bílar framhjá. Einhver bílaklúbbur að sýna sig. Þetta voru trans am, el dorado, camaro, mustang og you name it. Fullt af bílum. Allir nýbónaðir.
Þeir voru á leiðinni á laugarveginn til að rúnta hann niður. Ég gerði það eina rétta í stöðunni og köttaði inn í og joinaði fornbílarúntinn. Svo rúntuðum við eins og herforingjar inn í miðri röð þar sem fólk stóð og tók myndir.
Fólki fannst frekar fyndið að sjá alla þessa bíla koma í röð og svo allt í einu Hyunday jeppa inn á milli. Það var hlegið þar sem ég veifaði út um opinn gluggann í óþökk Betu. Sem á þessu augnabliki vildi eflaust vera einhverstaðar allt annarstaðar.
Svo voru fornbílarnir að gefa soldið inn og gera mikinn hávaða. Þó skellti ég líka í neutral og þandi japanska smájeppann sem btw hafði ekki verið bónaður síðan OJ Simpson var í prufum fyrir Naked Gun 1. Hljóðin sem út komu voru eins og saumavélahljóð samanborin við óhljóðin úr hinum köggunum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 153547
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahahahaha... Snilld!:D
Sigga siss (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.