30.7.2010 | 16:05
Shoppingmanweekend
Gleðilega Shoppingmanweekend allir saman!
Bara eitt............................farið varlega þarna úti.
Ég man í gamla daga þegar ég fór á mínar útihátíðir, ýmist á sigló, Akureyri eða í Miðgarði. Þá var drukkið,ælt,hlegið,grátið,sungið,dansað og slefað upp í allt sem hreyfðist. Í þessari röð. Og þetta allt bara í biðröðinni í ríkinu.
Anyhú...við Beta og Sebas ætlum að kíkka upp í bústað og sofa kannski eina nótt eða svo. Fer bara eftir veðri.
dagskráin á þeirri útihátíð er eftirfarandi:
-Taka upp úr töskum og koma okkur fyrir.
-Fara út og villast í skóginum.
-henda steinum í ánna.
-henda litlum gúmmíbjörgunarbát á milli
-Éta
-chilla
-sofa
-repeat as nessesary
ps. eitt fyndnasta atvik sem ég man úr útihátíðarminnisbankanum er þegar við vorum stödd í miðgarði. Vorum þar að éta á bensínstöð mörg samankomin. Með hávaða að sjálfsögðu. Þá kemur að okkur maður og biður okkur að hafa lærra. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað......Þessi maður bar nafnspjald við brjóstvasann. Hann hét Helgi. OG var verslunarstjórinn í búðinni.
Þarna var því kominn hinn eini sanni VerslunarmannaHelgi! Ég hélt að allt ætlaði um koll að keyra. Held að við höfum öll hlegið svo mikið að greyið kallinn hafi bara látið sig hverfa.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.