Leita í fréttum mbl.is

Led Zeppelin

Er að lesa ævisögu Led Zeppelin ,,when giants walked the earth" eftir Mick Wall. Hún er góð. Skemmtileg frásögn og vel upp byggð.

Ótrúlegt að lesa um hve bíræfinn Jimmy Page var í að stela lögum og hugmyndum frá öðrum. Er kominn að því þegar þeir eru búnir að gefa út tvær skífur og Page, sem var höfuðpaurinn, skaffar kannski um 20% orginal efni og rest er bara spunnið útfrá lögum eftir aðra. Sum lögin meira að segja stolin á ósvífin máta.

Lög eins og ,,babe I´m gonna leave you", ,,Dazed and confused", Communication breakdown", ,,Whole lotta love" eru öll stolin og sögð eftir Page og co.

Það var ekki fyrr en eftir dúk og disk að A. Bredon er titluð fyrir ,,babe I´m gonna....". Árið 1993 á remasters disknum minnir mig.

Svo er Jake Holmes fyrst núna að nenna að kæra Page fyrir að stela Dazed...Fór fyrir rétt í júní á þessu ári. Þetta lag kom út 1967 á skífu hjá Holmes en tveim árum síðar kemur Page með lagið á þeirra fyrstu skífu!

Meira að segja ,,Stairway to heaven" er pínu stolið. Fyrstu börin er ,,lánuð" eins og Page myndi segja.

Hann er samt duglegur við að neita staðreyndum. Og í þau fáu skipti sem hann viðurkennir eitthvað þá segir hann að þetta sé bara það sem viðgekkst í blúsnum. Riff gengu niður kynslóðir og menn spunnu lög útfrá sömu hugmyndum og slíkt.

Veit ekki, mér finnst þetta ansi svæsið.

Það sem er hins vegar jákvætt er hve góður John Bonham var á trommunum. Ég vissi að hann hefði verið góður en ekki svona rosalega groundbreakingly góður. Hann notaði t.d. eina bassatrommu en það hljómar sem tvær því hann var svo hrikalega hraður.

Mæli með þessari bók. Djúsí stöff og áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband