21.7.2010 | 13:39
Flug
Fórum út á tún að fljúga vélinni hans pabba. Það tók okkur uþb 3 mín að brotlenda henni.
Hún er óflughæf eftir tvö flug.
Fyrsta flugið var nokkuð gott en því miður lenti hún á malbikaðri gangstétt og straukst við ljósastaur. Bara smá rispur.
Annað flugið fór ver. Hún fór beint upp í loft og kom svo beint niður. Beint á hreyflana. Og braut þá.
Þetta voru samt fáránlega skemmtilegar 3 mínútur. Adrenalín rush dauðans.
Bjóst ekki við því að hún færi svona hratt.
Ég hélt á henni og pabbi setti í gang. Þá byrjaði hún að toga vel í og ég henti henni smá áfram og hún rauk upp í loft. Með ofangreindum árangri.
Hann þarf klárlega að láta sýna sér betur á hana. Og æfa sig meira.
Spurning hvort hægt sé að kaupa varahluti í þetta kvikindi. Ef ekki þá var þetta rúmlega 10þ kall mínútan. Stútfull af adrenalíni og skemmtun.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.