16.7.2010 | 00:13
Grafarvogslaug og Sebas
Við feðgarnir fórum í Grafarvogslaug í dag. Vorum þar í tvo tíma. Fín laug. Sæmilega snyrtileg aðstaða og layoutið fínt.
Þessi laug fær 3 og hálfa klórtöflu af 5.
Gott veður og pungurinn var óstöðvandi í að henda sér fram af bakkanum í allskonar stellingum, öskrandi ,,Beta Búkalú" og Beta skúbídú" einhverra hluta vegna.
Svo var flott barna rennibraut sem var soldið extreme fyrir ungu börnin. Þeim mun skemmtilegra fyrir Sebas sem er óður í vatnið.
Kom mér eiginlega soldið á óvart hve frakkur hann er.
Við lokuðum þessari miklu sundlaugarviku í innilauginni þar sem hann stóð uppi á bakkanum og hendi kút upp í loft og ég var í lauginni og átti að dúndra hinum kútnum í hans kút, á flugi. Það þótti honum fáránlega skemmtilegt. 20 mín sem fóru í það.
Hann fékk svo að fara í fyrsta sinn einn út í garð að leika við börnin eftir kvöldmat. Svaka móment.
Maður sjálfur smá nervus og slíkt. Ég fylgdi honum út og hljóp svo upp á svalir til að fylgjast með honum í laumi. Nei, nei, þá var hann strax kominn í leik með 5 ára guttum. Hann sá um að ýta þeim til og frá og þeir þóttust detta á dramatískan máta. Hrókur alls fagnaðar!
Svo kíkti ég aftur eftir smá. Minn maður farinn að taka handahlaup og enda í kollhnís!
Rólegur T-Pain!
Þetta var minnsta mál í heimi fyrir hann. Svo kallaði hann bara í mig eftir um klukkutíma og vildi koma inn og drekka mjólk OG vatn.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.