29.6.2010 | 15:36
Mr. Solid McBasic
Fór átján í morgun og hélt áfram að spila vel. Er bara Mr Solid McBasic þessa dagana.
Átti m.a. þrusu högg með tré þrist á sjöundu. Var 230mtr frá pinna og miðaði á bönker hægra megin og dró kúluna inn til vinstri. Endaði beint fyrir aftan holuna og meter of langur. Geðgt högg. Steindautt tvípútt fyrir fugli.
Er núna kominn heim og með kveikt á þessu stórslysi sem þessi leikur er. Djöfull er hann leiðinlegur. Mér finnst að bæði Spánn og Portugal ættu að komast áfram og þessi Japan og Paraguay ættu að láta sig hverfa.
Bíð svo spenntur eftir Spá-Por
Næ í Sebas á eftir á leikskólann og munum við horfa á leikinn saman. Hann er klæddur í spænsku treyjuna sína í dag, enda hálf spænskur pungurinn. Við höldum með Torres.
Það er reyndar þannig að þegar einhver skorar þá öskrar hann Gooooooool Torrrrrreeeeees! Skiptir engu hvort það sé Neville systirin eða whoever, alltaf er Torres að skora.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.