26.6.2010 | 22:55
Steiktir gæjar fíla fallegu húðina mína
Fórum á rúntinn niðrí bæ í kvöld.
Fengum okkur bæjarins bestu í trýnið og ókum laugarveginn og horfðum á fólkið.
Af hverju er svona skrýtið fólk í miðbænum!
Við nánast komumst ekki heim því þetta var svo gaman.
Fórum svo á N1 og vorum að velja okkur eitt nammi þegar ungur gæji, sirka um tvítugt, vatt sér upp að mér og spurði mig hvernig ég færi að því að vera með svona slétta og fallega húð!
Hún liti svo glæsilega út.
Ég tjáði honum að ég væri golfari og væri mikið úti fyrir. Hann sagðist einnig vera mikið úti fyrir en ekki væri hann með svona fallega húð.
,,reyndar á ég það til að detta soldið á andlitið" hélt hann áfram ,,það gæti verið útskýringin"
Ég samþykkti það og við vorum sammála um að lykillinn að fallegri húð væri því að detta ekki á hana!
Steiktur gæji.
Ég fekk mér kit kat og Beta Lindu buff, ef einhver hafi verið að velta því fyrir sér.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.