26.6.2010 | 17:41
2. hringur á 3.stigamóti Gsí
Spilaði gott golf í dag. Í raun sama golfið og í gær nema að núna voru púttin ekki úti heldur góð.
+2 í dag sem er tveim höggum betur en forgjöfin segir til um. Lækkun hjá kjeppenum.
Er í sirka 26.sæti núna af 97. Gæti breyst smá.
Notaði bara 10 pútt á fyrri níu en endaði með 28 pútt. Sem er 7 púttum betra en í gær. Þessi mismunur er nokkurn vegin bara munurinn á mér í dag og í gær.
Vippaði í á þriðju fyrir fugli sem er almennt talin ein sú erfiðasta á vellinum. Fékk svo annan fugl á fimmtu sem er auðveld par 5.
Var kominn tvo undir eftir 7 holur. Plöggaðist svo í bönkerinn á áttundu og kúlan flaug þaðan í hraunið í öðru höggi. Bjargaði samt up&down þaðan og fékk bara skolla.
Rétt missti svo sand save á þrettándu og annar skolli.
Belgaði svo yfir allt grínið á stuttu par 3 fimmtándu. Yfir gula teiginn! Reddaði samt skolla þar.
Svo var ég bara orðinn þreyttur á sautjándu þar sem ég var of stuttur í innáhögginu og átti svo lélegt vipp(það eina allan hringinn) og náði ekki að bjarga. Skolli.
Rest var bara par og í raun a walk in the park. Þetta var í raun einn fallegasti golfhringur sem ég hef spilað. Áfallalaus, fallegt veður og umhverfið fagurt.
Svo skemmdi ekki að hafa fallegasta kaddíinn á settinu í dag. Hún Beta er fagmaður. Var meira að segja farin að skoða púttlínurnar hjá mér í lokin.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153576
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.