Leita í fréttum mbl.is

Ævisaga

Er að lesa ævisögu David Bowie og hún er ein sú besta sem ég hef lesið. Fáránlega ítarleg, hlutlaus og laus við alla dýrkun og stæla.

Bókin heitir Strange fascination.

Það er bara eitt sem böggar mig. Höfundurinn talar svo rosalega niður til sölumennsku. Þá meina ég að hann er bara ekki að gúddera þegar Bowie gerir eitthvað sem vitað er að aðdáendur vilja.

Eins og t.d. að halda tónleika og taka gömlu slagarana og slíkt. Eins og það sé ekki nógu listamannslegt. Of mikið sell out.

Og eins og þegar hann fékk áhuga á drum n bass stefnunni sem var vinsæl 95-98 og gerði þannig plötu. Þá fannst höfundinum Bowie vera bara að geðjast aðdáendum.

Í fyrsta lagi þá fílaði hann bara þessa stefnu á þessum tíma
Í öðru lagi....hvað er svona hræðilegt við að geðjast aðdáendum?

Er það eitthvað slæmt?

Það er svo fyndið þetta listamanna snobb, eða bara snobb yfir höfuð. Mér finnst það svo mikill vanþroski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband