Leita í fréttum mbl.is

Frönsku þvottavélaleiðbeiningarnar

Þurfti á aðstoð að halda við að þvo Vaff háls máls peysurnar mínar og hringdi því út til Frakklands í Betu. Enginn svaraði í kastalanum og ég fékk bara franskan símsvara.

Nú er skóla franskan mín orðin soldið rygðuð en ég held að hún hafi sagt mér fyrst að fara til andskotans og svo að vera ekki að þessu væli.

Ég lagði því vonsvikinn (og móðgaður) á og leit á þvottavélina. Andstæðing minn.

Ég hring snéri takkanum til að rugla vélina í rýminu en endaði loks á einhverri funkí stillingu, með von um að hún fari delikeddlí með peysurnar mínar.

Eins og skáldið sagði......"When in doubt, go funkí"

Það var myndin við stillinguna sem seldi mér ákvörðunina. Hönd í vatni. Lúkkaði eitthvað svo guðdómlega.

Svo kom það mér ílla á óvart að þessi stilling gaf mér tímann 1:51 í lengd þvotts.

Ertu ekki að kidda mig!

Ég gæti flogið í Dordogne dalinn í frakklandi, látið Betu þvo peysurnar og komið tilbaka á undan þessum þvotti sem ég bíð nú eftir.

Ég meina, ríkið er ekki opið endalaust! Hver á þá að redda Baileysnum ef ég kemst ekki í tæka tíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband