12.6.2010 | 14:09
2.stigamótið fyrsti hringur
Vöknuðum kl 5:45, mætt á teig kl 7:30 og stútuðum 18 holum á 4:20! Ekki flókið. Seinni hringnum var svo frestað vegna veðurs sem er vægast sagt viðbjóðslegt.
Ég spilaði hins vegar vel fyrir utan sjöttu braut þar sem ég sló tveim upphafshöggum út fyrir vallarmörk. Fékk 9 högg á brautina en skolla á boltann sem ég lék með.
+9 og +2 á seinni með aðeins einum fugli. Samtals +11 og það ætti að skila mér fyrir miðju eða svo. Sjáum til, það er mjög hátt skor augljóslega útaf þessu aftaka veðri.
Í staðin fyrir að leika tvo hringi í dag þá verður bara einn í dag og tveir á morgun. Eins og staðan er núna. Reyndar er búið að fresta fyrsta hringnum (sem ég er búinn með) um óákveðinn tíma þannig að ég spái því að sá hringur verði kláraður í fyrramálið og á endanum verða bara leiknir tveir hringir samtals.
Sjáum til.
Beta kaddaði fyrir mig og var ómetanlegur stuðningur í þessu veðri. Ég var samt blautur alveg í gegn. Meira að segja með blautar boxer. Ætli ég hafi ekki bara pissað í mig.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.