8.6.2010 | 07:46
Næntís í botn
Ein besta samvinna tveggja listamanna síðustu áratuga gaf af sér lagið sem ég er að hlusta mikið á þessa vikuna.Sjaldan hafa jafn ólíkir listamenn gefið af sér jafn flottar rúmar 5 mínútur af hávaða.
Einn gæjinn er dáinn núna en hinn var að senda frá sér nýja plötu.
Við erum að tala um MJ og Slash með lagið Give in to me. Mér finnst það geðveikt lag.Ég hlusta mikið á gítarinn í laginu. Hann gjörsamlega gerir lagið. Þá er ég ekki að tala bara um sólóið heldur í kórusnum.
Slash fékk símtal eitt kvöldið frá einhverjum gæja sem sagði að MJ vildi tala við hann. Slash hélt að þetta væri grín en jánkaði því. Svo kom mjó, barnaleg rödd í símann og Slash heyrði strax að þetta var MJ sjálfur.
Slash fannst það vera mikill heiður að vinna með MJ eins og hann sagði sjálfur frá í ævisögunni sinni. En á milli þeirra var ekki mikið samtal þar sem Slash mætti bara í stúdíóið og rippaði í gegnum þetta lag og Black & White.
Á endanum notaði MJ bara part af því sem Slash rippaði upp. Hann var t.d. ekki ánægður með að eitt besta sólóið sem kom út úr þessu notaði MJ bara í myndbandinu af B&W. Þar sem Maculay Culkin er upp í herberginu sínu að hlusta of hátt á tónlist. Það er gítarsólóið sem Slash hefði viljað heyra í laginu.
Ekki er á allt kosið Slash minn.Allavega, Give in to me. Mikil tilfinning og mikill hiti í þessu lagi.
Snilldar myndband. Næntís í botni með vind í hárið, reykur, industrial neistar og sprengingar. Gerist ekki betra. Nei en án djóks þá á maður ekkert að hlusta á þetta þarna, heldur blasta þetta í bílnum eða í Sennheiser og þá heyrir maður lagið fyrir alvöru.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.