Leita í fréttum mbl.is

Geysir í Haukadal

Í dag förum við öll upp í sveit. Ég ætla að spila Geysis völlinn í Haukadal. Svo verður kíkt á dýrin í sveitinni með Sebas. Þarna koma hestar, kindur, beljur, hundar og kettir við sögu svo fátt eitt sé nefnt. Eitthvað ætti Sebas að fíla það.

Ég hlakka til að spila þennan fræga Geysis völl. Hann þykir algjört augnayndi og fáránlega erfiður. Hann liðast um náttúruna þarna með engu röffi heldur bara móa og lyng í staðin. Þannig er algjört lykilatriði að halda sig á braut.

Held að vallarmetið þarna sé +2 eða eitthvað álíka sem er ridikjúlöslí hátt. Gefur til kynna mjög erfiðan völl.

Þetta er níu holu völlur þannig að leikskipulagið er að vera rólegur og áhættufælinn fyrri níu holurnar og negla svo á allt sem hreyfist þær seinni.

Spila þarna með föður Betu sem er heimamaður. Frænka hennar Betu á og rekur einmitt þennan völl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband