Leita í fréttum mbl.is

Clooney meets Sölvi

Ég vatt mér inn á Rauðhettu og Ûlfinn á skólavörðustígnum í stólinn hans Grjóna. Hann hefur séð um hárið á kjeppenum í 5 ár með feyki góðum árangri. Hefur bara klikkað einu sinni.

Ég sem sagt strunsaði inn og bað um George Clooney meets Sölvi. Þá meina ég Sölvi í spjallið með Sölva á skjá einum.

Ég útskýrði fyrir honum að Brad Pitt tímabilið væri yfirstaðið og ofangreint væri nú málið.

Hann hófst þá handa við þessa klassísku fiftís klippingu og afraksturinn svona líka helvíti góður.

Í stólnum við hliðina á mér sat Ágústa Eva eða Silvía Nôtt eins og ég þekki hana. Ég heyrði nú ekki hvernig klippingu hún bað um en það var alveg örugglega ekki Clooney meets Sölvi, það eitt er víst.

Tók svo 18 holur strax á eftir, sportandi nýja stílnum. Nýji stíll keisarans skilaði 36 punktum í hús þannig að ég klárlega missti ekkert kúlið við að skerða hárið. Meira að segja örn á þriðju!

Strákurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Clooney að koma í þáttinn til Sölva?

kristján (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband