Leita í fréttum mbl.is

Bústaðarleiðbeiningar

Leiðbeiningar varðandi góða bústaðarferð.

1. Sá sem fyrstur er inn í bústaðinn getur umsvifalaust kallað besta herbergið.
2. Besta herbergið er ekki endilega það stærsta.
3. Besta herbergið er ekki endilega með besta rúminu.
4. Besta herbergið er ávallt og án undantekninga það sem fjærst er klósettinu.

Þessu komst ég að eftir helgina. Þar sem allir voru sammála um að mér yrði best treyst fyrir lyklinum að bústaðnum þá opnaði ég og var fyrstur inn. Ég gerði þá þessi viðvaningslegu mistök og leið fyrir það alla ferðina.

5. Vertu fljótur að bjóðast til að elda matinn því það innifelur yfirleitt bara að skella einhverju á grillið með bjór í hönd, flippa því yfir á hina hliðina og flengja því svo á diska þegar fagurbrúnum lit er náð.

6. Ef eigi tekst að tryggja sér kokkastarfið þá lendir sá hinn sami bara í því að taka til og vaska upp. Sem er tífalt ömurlegra.

Ég lenti í því að þrífa þar sem ég nennti ekki að elda. Samt endaði ég á því að elda tvisvar. Hmmmm djöfull var ég tekinn í þurrt.

Að öðru leyti ertu golden


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband