Leita í fréttum mbl.is

að vera bestur

Ég er frekar sáttur við þessa lokaumferð í enska boltanum og hvernig þetta spilaðist mér í hag í fantasí deildinni okkar.

Við erum sem sagt 20 gæjar í deild að berjast um sigurinn. Þetta hefur verið á milli mín, Póska og Birgis í góðan tíma. Í lokin börðumst ég og Póski um þetta þar sem hann hafði tögl og haldir á þessu mest allan tíman.

Svo kem ég og í raun rústa síðustu umferðinni og fer úr öðru og enda í fyrsta.

Það munaði 23 stigum á okkur fyrir síðustu umferðina. Nánast ómögulegt að vinna þetta upp gefið að Póski spili þetta skynsamlega.

En viti menn, allt sem þurfti að ganga upp, gekk upp. Ég endaði ekki bara á að vinna þetta heldur með friggin 19 stigamun!

Ég valdi náttla öruggasta manninn sem kaftein, Lampard og hálfpartinn bjóst við því að póski myndi gera það líka því lampard er búinn að vera bestur í leiknum og því lang öruggasti kosturinn. Póski valdi Malouda.

Svo gerði ég eina ókeypis breytingu, seldi gæja sem á endanum fékk 6 mínus stig og keypti gæja sem fékk 7 stig. Ein besta skipting sem ég hef gert.

Póski gerði þrjár breytingar sem kostuðu hann 8 stig.

Þetta var 42 stiga sveifla. Ég endaði með 2201 stig og er númer sirka 160 á landinu og númer 75þúsund í heiminum af 2,3 milljónum. Nokkuð gott.

Ég sýni Póska mikla samúð þar sem ég hef lent í því áður að gera eina breytingu í lokaumferð sem kostaði mig sigurinn. Svo er hann einnig harðasti Manjú aðdáandi sem ég veit um þannig að......

allavega þá er ég bestur í fantasí deildinni þetta árið og er kominn með braggin rights...... .ekki bara fyrir næsta ár heldur.......indefinitely!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband