10.5.2010 | 10:53
Bústaðarferð
Við keyrðum upp í Miðhúsaskóg á föstudeginum. Þar sem enginn vissi nákvæmlega hvar þetta væri þá lögðum við þetta á hann Pétur að kynna sér leiðina fyrirfram og koma okkur á áfangastað.
Þegar við vorum komnir vel á leið þá fórum við að spurja hann út í leiðina og hann var alveg með þetta á hreinu.
,,Ha, já, jú jú, þetta er ekkert mál! Ef við finnum þetta ekki þá keyrum við bara að Geysi, snúum við og beygjum til hægri".
Eitt besta plan sem ég hef heyrt.
Keyra að Geysi, snúa við og beygja til hægri........og hvað svo!!!!
Við rötuðum þetta nú samt í fyrsta. Flottur bústaður og flott veður. Við fórum svo ekkert úr bústaðnum alla helgina.
Það var grillað, það var drukkið, það var spilað ps3, það voru rifjaðir upp gamlir dagar og það var hlegið.
Það var mjög gaman að vera aftur samankominn með strákunum úr grunnskólanum. Adda hafði ég ekki séð í 11 eða 12 ár.
Legendary bústaðarferð
ps. þessi færsla hefði geta verið uþb tíu sinnum lengri en sökum ritskoðunar þá er þetta the cut version.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.