5.5.2010 | 19:49
Skipaskaginn
Spilaði 18 út á skaga og var í zóni þar til á 13 braut. Spilaði frá hvítum og fæ 4 högg á völlinn. Var á +1 eftir 12 og búinn að einpútta 7 sinnum sem þýddi 29 pútt status quo.
Tók þá eitt símtal og datt úr zóni. Hversu heimskulega sem það þýðir þá var það nóg til að breyta rythmanum.
Þrípúttaði fyrir skolla á þrettándu. Þrípúttaði aftur á næstu fyrir dobbúl. Kiksaði tvö högg á fimmtándu og fékk skolla. Náði svo að stöðva blæðinguna á sextándu með einpútti fyrir pari. Aftur einpútt á sautjándu fyrir pari en endaði á skolla eftir lélegt járnahögg.
Endaði því á +6 með fjögur glötuð högg á þrem brautum í röð. 29 pútt sem er flott og vippin heldur betur að ná gamla tötsinu. Ég snerti ekki pútterinn fyrr en á fjórðu braut því ég vippaði alltaf í gimmie færi. Eitt gott Sand save á þriðju í gimmie færi. Strákurinn!
Ásinn var flottur fyrir utan þessar þrjár brautir. Vippin supreme. Púttin góð en járnin ekki alveg nógu góð, enda var ég ekki að hitta grínin(þess vegna var endalaust að einpúttum eftir stutt vipp).
Völlurinn er frábær. Grænn sem aldrei fyrr, nánast eins og að koma á flottan völl á spáni. Grínin fín og framkvæmdirnar sem eru þarna í gangi mjög spennandi og flottar.
Þangað mun ég fara aftur eins fljótt og ég get. Prima aðstæður.
highlight dagsins: 8/11 up&down þmt eitt Sand save.
Lowlight dagsins: að hitta bara 5 grín og vera endalaust að koma mér í up&down stöður. Sem sagt, járnin ekki alveg rétt stillt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.