Leita í fréttum mbl.is

Það er komin niðurstaða í LU/UN málið stóra

Ég og Beta erum búin að vera að keppast við að finna sem flestar LU og UN númeraplötur í umferðinni. Ég LU og hún UN.

Þetta byrjaði allt saman þannig að ég hafði orð á því að mér fyndist ég sjá mun fleiri LU númeraplötur en aðrar. Að sjálfsögðu héldu allir að ég væri orðinn geðveikur þmt Beta.

Þannig til að afsanna að LU væri eitthvað algengari en hver önnur númeraplata þá ákvað hún að fylgjast sérstaklega með UN plötum.

Í kjölfarið hófst mikið númeraplatna stríð og á hverjum degi varð einn sigurvegari og hinn tapari.

Svo sem bónus fórum við bæði að taka eftir MJ og ZZ plötum sem er vírd því uppáhalds tónlistarmenn hennar Betu eru einmitt Michael Jackson og ZZ Top.

En án spaugs þá gékk þetta ekki lengur því þetta var farið að skapa stórhættu í umferðinni. Í hvert sinn er við keyrðum framhjá stóru bílaplani eða ef mikil umferð var í gangi þá vorum við of upptekin við að horfa á númeraplöturnar í stað þess að einbeita okkur að akstrinum.

Beta sendi fyrst fyrirspurn á Umferðarstofu um að fá tölfræðilegar staðreyndir um LU/UN/MJ og ZZ. Hún fékk þau svör að slíkar upplýsingar yrðu aðeins keyptar dýrum dómi hjá einhverjum aðilum út í bæ. En ekki bara hent svona yfir alnetið í kæruleysi.

,,Hmmm...neitun" hugsaði ég. Ég ét neitanir í morgunmat.

Ég fór í málið.

Ég ákvað að kveikja á sjarmanum og vörka þessar stelpur á Umfó eins og Íslandsmeistaranum er einum lagið.

Fyrst sendi ég út meil á us@us.is um að ég væri forvitinn um starfsemi Umferðarstofu og hefði velt því lengi fyrir mér hvernig þetta ferli væri. Ferlið að velja bókstafina og slíkt. Ég fékk strax kalt svar tilbaka frá Siggerði í einni setningu um að þetta væri bara slembi valið.

,,Hmmmm....eins og við var að búast" hugsaði ég.
Ég var reiðubúinn fyrir slík svör enda ét ég köld svör í morgunmat.[note to self: svissa yfir í seríós í morgunmat. Það ætti kannski að minnka þennan stöðuga magaverk undanfarið]

Næst sendi ég svo sama meilið, nema aðeins persónulegra, á einstaka starfsmenn umferðarstofunnar og lýsti ennfremur áhuga mínum á þessu ferli.

Ég varð heppinn.

Það beit ein á agnið.

Hún Steinunn var svo indæl að svara mér, og um leið, falla fyrir sérsniðnum sjarma stráksins.

Hún tjáði mér allar staðreyndir málsins og er nú loks kominn botn í þessa LU/UN baráttu sem geisað hefur um viknabil og ekki látið neinn ósnertann.

Það eina sem ég get látið uppi á þessari stundu er að meðaltíðni hvers einstaka stafahóps á skráðum faratækjum í umferðinni í dag er 691.

Verður LU algengari eða verður það UN?

Þar sem ég ætla að pína Betu aðeins með þetta lengur þá kemur svarið hingað inn á morgun?

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

iii...já!

Er ekki gaman að sjá tvo nörda sameinast í nördaskapnum?

Þetta er klárlega lag dagsins: http://www.youtube.com/watch?v=ZO7ZWfvCjBE

betz (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband