25.4.2010 | 22:03
Sunnudagur sigurs
Þetta var bissí dagur. Vaknaði klukkan 7 en snúsaði til 11. Fengum okkur bæjarins bestu klukkan 13 og átum pulsurnar á rúntinum og hlustuðum á Villa naglbít og spurningaþátt hans á rás 2 sem heitir ,,nei, hættu nú alveg". Klukkutíma rúntur þar sem þátturinn er einmitt það langur.
Sáum þyrlu í æfingu. Stoppaði nokkrum sinnum á rauðu ljósi til að hrækja upp slími sem hefur verið að gera sér hreiður í lungunum. Það þýðir að mér er að batna. Sem er vel.
Í eitt skiptið sem ég var að stoppa á rauðu þá opnaði ég bílhurðina og skyrpti út en stoppaði ekki alveg. Ég klessti því aðeins á bílinn fyrir framan. Það var samt ekkert mál. Þetta var jeppi með krók þannig að það sást ekkert á honum. En það kom pínu mishæð í númeraplötuna mína. Gæti annað hvort bara bankað hana til baka eða fengið nýja á skitterí.
Fórum í keiluhöllina í öskjuhlíð og tókum þrjá þythokkí leiki sem needless to say ég rústaði.
Svo sporðrenndi ég randalínu og horfði á LP busta Burnley. Hreinsaði blöndunartækin á baðinu. Át bolognese og horfði á How I met your mother og QI en erum nú á leiðinni í bíó á KICK ASS!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var nú ekki algjört burst...2 af 3 leikjum hefðu getað fallið mín megin, en lokaleikurinn var burst
ragna.is (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 15:02
bíddu aðeins....þarf að taka mér smá pásu til að grenja úr hlátri...........ok, I'm back.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 26.4.2010 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.