25.4.2010 | 00:22
Ógrinn hann Pétur
Ævintýralandið í kringlunni stendur undir nafni. Það er ógeðslega skemmtilegt fyrir krakka og hentar afar vel til að halda ammæli og slíkt. Kostar bara 800 á krakka og málið dautt.
Við vorum bara fámenn, 5 krakkar og nokkrir fullorðnir ásamt öllum hinum börnunum í kringlunni.
Pétur mætti þarna með Hilmi son sinn. Pétur fittaði skemmtilega þarna inn með börnunum. Ef þú skerð ljón og skógarbjörn í tvennt, límir svo neðri partinn af ljóninu við efri partinn af skógarbirninum og eyðir tveim dögum í að kenna dýrinu að labba upprétt. Þá ertu kominn með rétta mynd af Pétri í ævintýralandi.
Hann ráfaði þarna um verandi svo stór eitthvað og bölkí like miðað við öll börnin sem þarna voru. Hann fór inn á klósett og ætlaði að þvo sér um hendurnar. Braut handfangið af krananum því, eins og þið munið, þá er hann eins og skógarbjörn að ofan í ævintýralandinu.
Nei nú ýki ég aðeins, hann lúkkaði ekkert eins og ljón slash skógarbjörn. EN hann braut þennan krana sem mér fannst frekar fyndið.
Þetta var svona sjálfvirkur krani sem byrjar bara sjálfur. Hann vissi það ekki og var eitthvað að reyna að vörka hann. Þar sem hann er svo massaður þá braut hann draslið bara af og stóð þarna eins og ílla gerður hlutur með eitthvað massívt járnstykki í hendinni, horfandi í kringum sig.
Hann er ekki kallaður Pete the meat fyrir ekkert.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.