Leita í fréttum mbl.is

Hamborgarafabrikkan

Hamborgarafabrikkan er fínn staður. Við fórum í gærkvöldi og gefum þessum stað heilar 8,5 stjörnur.

Ég fékk mér númer 1 en Beta fékk sér Morthens sans bernaise.

Sennilega bestu hamborgararnir í bænum. Betri en á stælnum. Búllan er viðbjóður. Metro er ekki gott. Aktu taktu eru fínir en allt öðruvísi.

Staðurinn er flottur, þjónustan fín, þó það sé reyndar mikið að gera og slíkt en maður fyrirgefur það að sjálfsögðu.

Við lentum í 25mín bið og það er bara normið. Fyrstu dagana var tveggja tíma bið svo róaðist aðeins og í dag var mest klukkutíma bið sagði góður og hress veitingastjórinn við okkur.

Maturinn var fljótur að koma og Hinni (Blönduósingur) greinilega að standa sig vel í eldhúsinu.

Það eina sem ég set út á var borðið. Þetta er einhver koparplata sem er núþegar orðin mjög kámug og slísí. Svo fann maður actually koparlyktina þar sem maður sat þarna.

Allt annað var prima.

Simmi kom með drykkina okkar og horfði í augun á mér allan tímann. Svo tók hann við greiðslunni hjá okkur í lokin og aftur var hann upptekinn við að horfa í augun á mér. Hvað er málið með það!

Flottur staður sem maður mun pottþétt vilja fara aftur á við tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færsla segir allt sem segja þarf: Mainstream pappakassi!

-R 

Ragnar (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

það eina sem er mainstream hérna er orðið ,,pappakassi". Þú ert búinn að nota það svo oft að orðið er nánast búið að festast við sjálfan þig.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 21.4.2010 kl. 14:11

3 identicon

Pappakassi eða ekki þá er Siggi eða Sössi orðinn stoltur af því að vera mainstream.

Pétur (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 09:50

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Í fyrsta lagi þá finnur þú ekki mann sem er minna mainstream en ég. Hins vegar þá á ég nokkrar undantekningar því eins og þið sennilega áttið ykkur ekki á(sökum fáfræði) þá veit maður ekki hvað gott er fyrr en maður hefur upplifað smá vont líka.

Í öðru lagi, þekkiru þennan![skrifar SIR og otar hægri hnefanum upp í loftið til minningar um þegar SIR barði Pétur í bringuna]

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 22.4.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband