20.4.2010 | 17:31
+1 á Hellu
Er ekki að hata að hafa farið í golf á Hellu í dag. Solid spilamennska uppá +1. Það var blankalogn fyrri níu en vindur og kuldi seinni. Var á peysunni og ekki einu sinni með húfu á fyrri níu.
par,skolli,skolli,skolli,fugl,fugl,par,skolli,par = +2
fugl,skolli,par,fugl,fugl,skolli,par,skolli,fugl = -1
Ánægður með 6 fugla og sérstaklega 4 metra fuglapúttið sem fór örugglega í á átjándu við mikin fögnuð undirritaðs. Ég hrópaði ,,STRÁKURINN!!" með öllu afli, leit svo upp og sá tvo gæja vera að pútta á níundu holunni í 40mtr fjarlægð. Vúps....
,,strákurinn" virðist ætla að verða þemað í sumar. Hrópa þetta ósjálfrátt, get ekkert að því gert. Svo segi ég höstulega ,,draaasl" þegar eitthvað miður gerist.
Hringurinn í hnotskurn:
Ásinn var á eldi, Aldrei verið jafn solid með honum. Hitti öll upphafshöggin eins og ég vildi hafa þau. Ekki öll á braut (11/13) en samt á þeim stað sem ég vildi. Það eina sem ég get sett út á er hve ég er höggstuttur. Veit ekki af hverju. Kannski vantar bara meira sinnep í strákinn.
Löngu járnin góð, smá hökkt í byrjun sem gerði að verkum að ég þurfti að vippa soldið inná grínin, sem er ekki það besta í mínum leik núna og kostaði mig nokkra skolla. En annars voru þau góð.
Stuttu járnin hafa aldrei verið í jafn miklu stuði. Ég var að klína kvikindinu mjög nálægt. Nær en ég hef nokkurn tíman verið. Hitti 12/18 grínum.
Vippin eru ennþá í lamasessi. Er að æfa þau á fullu. Það kemur vonandi fyrir byrjun tímabils. Var bara með eitt up&down af fjórum tilraunum. Og svo ekkert sand save af tveim tilraunum. Bætið þessu við tvö þrípútt og þá ertu kominn með þessa sjö skolla sem ég fékk.
Pútterinn var góður í dag þrátt fyrir heil 34 pútt. Hljómar kannski skrýtið en mér finnst ég vera á mjög góðu reki með pæperinn.
Hausinn/rútínan og góða skapið allt á sínum stað.
Ps. strákurinn með back to back fugla tvisvar sinnum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 153507
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel gert meistari! "Strákurinn" er klárlega þemað í sumar!
Ace (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.