Leita í fréttum mbl.is

að mæla hita í skugga eður ei

Hvað er málið með að mæla hitastig í skugga! Ég vil ekkert vita hve heitt er úti í einhverjum skugga. Ég vil fá að vita hve heitt eða kalt verður þegar ég stíg út og labba útí bíl.

Hef aldrei gúdderað þetta með að mæla bara í skuggum.

Ég gúgglaði þetta og rökin fyrir því eru eftirfarandi:

1. Það er verið að mæla lofthitann og því betra að gera það þar sem ekki er vindur, því hann hefur áhrif.

2. Svo er líka talað um að í beinu sólarljósi hleðst hitinn upp og magnast á meðan það gerist ekki í skugga.

3. Þriðju og síðustu rökin eru að í skugga ertu með stabílt umhverfi til að mæla alla daga versus að stundum gæti verið skýjað eða einhver annar faktor sem truflar.

Allt ofangreint er crap. Menn eru gjörsamleg ekki að sjá skóginn fyrir trjánum.

Ég vil fá að vita hversu mikinn hita ég finn á mér þegar ég labba úti! for crying out loud.

Nú skal ég hrekja þessi rök sem ég fann á netinu.

1. uuuuu Halló! Þegar ég mun labba úti þá verður þessi vindur þarna og þess vegna vil ég vita hversu heitt mér verður í þeim aðstæðum, með vindinn/rigninguna eða whatever factor.

2. Ég mun vera að labba úti með sólina skínandi á mig og því mun ég þá finna fyrir áhrifum þessarar hleðslu á hitanum. Af hverju myndi ég vilja EKKI vita hve heitt væri með hleðslunni?

3. Sjá svar 1.

Getur einhver sagt mér af hverju menn mæla hita í skugganum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 153558

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband