8.4.2010 | 09:36
Dagurinn í gær
Í gær var svo frábær dagur að ég var hyper glaður nánast allan daginn (sveif smá ró yfir mig eftir kvöldmatinn reyndar).
Ég æfði golf frá 12:45 til 14:45
Tók gott session í hraunkoti. 130 kúlur flugu tvist og bast, sumar sá ég en meirihlutan sá ég ekki sökum leiðinlegrar birtu. Fann samt að þetta var alveg ágætur sláttur. Tók rútínu fyrir hvert högg og spilaði brautir í hausnum. Er að færa mig frá tæknilegu hliðinni yfir í vélræna spilamennsku hliðina.
Fór svo inn og púttaði. Tôk tvo 18 holu hringi og nokkuð ánægður með -6 og -7 á þessari braut. Er að spila hana í fyrsta skipti og grínið er frekar hratt og eiginlega soldið lélegt gervigras finnst mér. Kannski bara gamalt.
Allavega ánægður með pútterinn.
Tók svo massívt á því í ræktinni. Prófaði í fyrsta sinn að reyna að ná 5km á undir 30 mín. Það var ekkert mál. Reiknaði út að ef ég hlypi á 10 þá ætti ég að ná því sirka. Skellti mér svo í 11 og svo aftur í 15 í smá tíma til að tryggja það. Endaði á að hlaupa þetta á tímanum 29:25
Horfði svo graður á mig í speglinum, pumpandi byssurnar í drasl.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 153558
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.