7.4.2010 | 11:13
Draumurinn
jæja þá...mig dreymdi skemmtilegan draum.
Ég var ásamt fleiri krökkum í einhverjum hóp sem var í make over. Þetta voru kannski sirka 13 manns eða svo og flestir á aldri við mig. Allt stelpur. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað......
Þar sem ég kom úr sturtu og búinn að snurfursa mig og slíkt þá leið mér eitthvað skringilega. Ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt að líta í spegil. Ég snéri því aftur inn í klefan og sá mér til mikilla ama að það var búið að breyta mér í engan annan en DJ Qualls!
Þetta er gæjinn sem lék í myndinni ,,The new guy", hann lék líka hávaxna, ljóta sjóræningjann í Pirates of the caribbean.
Ég var miður mín og aulaðist fram og tjáði stelpunum í hópnum þetta en þær könnuðust ekkert við að ég liti út eins og DJ Qualls. Ég var ennþá ég samkvæmt þeim. Mêr var létt en ályktaði þá að ég væri bara svona reyktur að eitthvað hefði slegið saman í hausnum á mér og aðeins ég sæi mig sem DJ Qualls. Fine, ég gat lifað með því.
Ég var samt smá leiður en stelpurnar hresstu mig við. Ein stelpan var Pamela Anderson og ég hösstlaði hana og endaði heima hjá henni í stóru mansjóni í LA.
Morguninn eftir (það sem gerðist á skeiðvellinum verður ekki upplýst hérna, get bara sagt að við sögu kom Tommy Lee, nekt og Lifrabólga C) þá vorum við að spjalla um hvernig framhaldið yrði hjá okkur og ég man að ég dustaði rykið af borði sem þarna var í forrýminu hjá henni!
Fin
þess ber að geta að ég sá 5 mín af make over þættinum með Kalla í gærkvöldi en um Pamelu hef ég ekki hugsað lengi. Hvað þá DJ Qualls!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get hughreyst þig með því að það var ekki DJ Qualls sem lék ljóta slánalega sjóræningjann í Pirates of the Caribbean, heldur heitir sá leikari Mackenzie Crook.
DJ Qualls er búinn að vera módel hjá CK og Prada og svoleiðis!
Rebekka, 8.4.2010 kl. 05:45
Ég trúi þessu ekki! Fyndið, djöfull eru þeir eitthvað svipaðir.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.4.2010 kl. 09:36
Mackenzie Crook leikur Gareth í breska Office. Snilldarþættir og snilldar karakter. Tjekkaðu á því!
Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 23:13
hva! engin ráðning á þennan draum Esteban?
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.4.2010 kl. 15:26
Ég er ekki í draumráðningum en Rögnvald Harald kunningi minn er á fullu í þeim. Hann er hins vegar í ferðalagi um Indland, Kína og fleiri lönd í Asíu þar sem hann leggur stund á innri íhugun, jóga og andleg málefni. Mé sýnist nú samt að þessi draumur bendi til samkynhneigðar. Make over, snurfus í speglinum og nekt með Tommy Lee benda sterklega til hennar. Ég er samt ekkert í þessum draumráðningum. Ættir kannski á tjekka á www.draumar.is eða bíða þangað til Rögnvald Harald kemur heim.
Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.