4.4.2010 | 00:28
Málverka unnandinn Sebas
Sebas á sinn uppáhalds málara. René Magritte hét hann og var belgískur súrrealisti. Frægasta verk hans er mynd af pípu þar sem fyrir neðan stendur "Ceci n'est pas une pipe" (þetta er ekki pípa). Gúgglið það.
Spurður um þessa mynd svaraði hann ,,...of course it´s not a pipe, just try to fill it with tobacco!".
Þessi málari gerði verk í þessum stíl, þar sem hann ögraði áhorfendum með slíkum súrreal skotnum hugmyndum.
Ástæðan fyrir því að Sebas aðhyllist Magritte er að hann er núna tekinn upp á því að neita því augljósa. Eins og t.d. í dag þegar hann mátti ekki snerta blómið sem hangir inn í stofu.
Ég: ekki snerta blómið!
Seb: ég ER ekki að snerta það (sagt á meðan hann snertir það)
Ég: nú! ekki samt vera að þessu
Seb: ég ER ekki að snerta blómið (sagði hann, horfandi súrrealískt á mig)
Ekki veit ég hvernig maður tæklar svona lítinn René Magritte aðdáanda.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.