Leita í fréttum mbl.is

Statistinn ég

Ég kom fram í Réttur 2 á stöð 2 í gærkvöldi. Ég lék réttarritara. Frekar töff.

Ekkert smá stoltur.

Mér líður að sjálfsögðu eins og stórstjörnu og vil bara fá slíka meðferð hér eftir hvert sem ég fer. Ætla að skila inn lista til allra golfklúbba sem halda mót áður en ég mæti á staðin. Á listanum munu standa mínar kröfur um hvað ég vil að verði á staðnum þegar ég loks mæti, korteri of seint á teig.

1. Þrjár berbrjósta stelpur sem kaddí
2. Hundrað random áhorfendur sem klappa eftir hvert eitt og einasta högg sem ég tek.
3. Fjórtán svarta svani sem eiga að elta aðra kylfinga allan hringinn

Það var gaman að leika þetta statista hlutverk. Ég var þarna í 11 klst og mun koma fram í þrem þáttum á endanum. Þessum og svo tveim öðrum, einu sinni sem réttarritari og svo sem áhorfandi. Hvort þetta verði í 4,5 eða 6 þætti veit ég ekki.

Ég treysti því að fólk fylgist spennt með á sunnudagskvöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, var ekki búið að hafa samband við þig um að gera svona réttaritara spin-off þætti?

Dagbók réttaritarans:

"Gerði bara 5 innsláttarvillur í dag, skráði að vísu einu sinni "sekur" í stað "saklaus" sem er frekar mikið mál.  En það hlýtur að reddast"

ragna.is (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ég má ekkert tjá mig um þetta þar sem ég er bundinn samningi. Það eina sem ég get sagt er að fylgist með næstu þáttum og sjáið hvað gerist.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 29.3.2010 kl. 14:44

3 identicon

Ég las á slúðurfréttasíðu að framleiðendur þáttanna um Skýrslumálastofnun hafi haft samband við Sigurstein Ingvar varðandi spin-off í svipuðum stíl og Skýrslumálastofnun. Eitthvað til í því?

Agnar Ragnar (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 16:38

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Skemmtilegt frá því að segja að þar sem ég sat þarna í hlutverki mínu sem réttarritari, sá ég (og minntist á við framleiðundur þáttana) rauða túpu af Anal Lube.

Sönn saga. Ég vitna í eldri færslu mína 17.12.09

http://sir.blog.is/blog/sir/entry/993838/

Þetta er klappað og klárt mál. Á bara eftir að ganga frá mótleikonunum.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 29.3.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 153575

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband