28.3.2010 | 12:28
Tónleikarnir
Fórum á Dikta í gærkveldi. Það var brjáluð stemming. Get nú samt ekki sagt að tónleikarnir í heild sinni hafi verið súper.
Pétur Ben tók einhver 5 lög einn á sviðinu. Þetta var ekki kannski rétti vettvangurinn fyrir hann fannst mér. Í fyrsta lagi þá fíla ég ekki tónlistina hans og í öðru lagi þá bara passaði engan vegin að hafa hann á stútfullum Nasa með gröðum unglingum sem vildu rokk. Hann er samt eitur svalur karakter. David Bowie meets Mick Jagger. Í útliti það er.
Mammút er svona band sem lofar góðu. Þau eru ung og soldið lúsí gúsí á þessum fyrsta disk sínum. En viti menn, þau kunna ekki að spila á tónleikum. Þetta var ömurlegt. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum að ég prumpaði nánast í mig.
Trommarinn er fáránlega brothættur. Bara hreint út sagt ekki góður. Bassaleikarinn hrikalega timid. Passív og hrædd jafnvel. Gítarleikararnir bara svona lala, enginn neisti þar heldur en söngkonan ömurlega léleg. Hún er klárlega ekki góð söngkona greyið (en samt með stór brjóst).
Hún notast við þekkta hækju sem er þannig að þegar maður er ekki góður söngvari þá hreyfir maður sig til að hitta á tónana. Hún var þannig alltaf að baða höndunum út og einhvern vegin að berjast með þeim. Hún heldur að þetta sé orðinn sinn stíll eflaust og heldur að hún sé svöl, litla skinnið. Fyrir vikið er þetta bara eftirlíking af Björk, og það lélegt eintak. Svo er hún með svona öskurapa stæla í þokkabót. Ekki gott.
Eins og ég var spenntur fyrir að sjá mammút. Þau hafa sem sagt ekkert þroskast, né orðið betri í hljóðfæraleik síðan diskurinn kom út. Ó jæja.
Svo kom dikta og fokkin sprengdi þakið af húsinu. Þeir eru ógéðslega þéttir og flottir. Enginn betri en þeir á landinu í dag. Punktur. Þeir eru líka fyndnir og góðir skemmtikraftar.
Það eina neikvæða við þeirra framkomu var playlistinn. Þeir byrjuðu af fáránlegum krafti með Let's go og svo nokkrum þéttum lögum. Svo eftir um 3-4 lög komu 5 lög í röð sem voru róleg og/eða svona eldri síðri lög. Þetta datt alveg niður. Ekki góð tónleikalög. En svo komu um 7 í röð sem voru géðveik.
Ég stóð þarna og var hrærður þegar þeir tóku Thank you. Það lag er soldið Sebastian fyrir mér og ég tengi það við skilnaðinn þannig að ég átti erfitt með mig. Setti það jafnan á í bílnum þegar ég þurfti að skila stráknum af mér, sem er það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum.
En það reddaðist.
Pétur Ben 3/10
Mammút 4/10
Dikta 8/10
Stemmingin 10/10
Samtals rúmlega 6 af 10 í einkun. Samt, vægi Diktu hífir þetta upp í 8 því þetta var mjög skemmtilegt. Líka gaman að sjá fullu krakkana láta eins og smábörn.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.