Leita í fréttum mbl.is

Harður heimur fyrir lítinn pung

Fór með Sebas í klippingu í morgun. Það gékk mjög vel.

Það sem gékk síður vel var að láta hann skilja að við þyrftum að geyma sleikjóinn sem hann fékk í verðlaun þangað til eftir leikskóla.

Hann var sárasti litli maður í heimi. Augun fylltust af tárum og það blikaði í þeim sorg sem aðeins lítill duglegur drengur getur upplifað eftir að hafa orðið viðskila við verðlaunin sín fyrir að hafa verið duglegur.

Ég skil hann mjög vel. Þetta var ekki réttlátt. En hvað getur maður gert. Þetta er harður heimur. Ég sit núna og japla á sleikjónum hans. Djók.

Mér leið nú bara ílla fyrir að hafa skrifað þetta. Ég endurtek...djók.

Ekki gat ég látið hann fara í leikskólann með sleikjó.

Ég sat í góðar 10 mínútur út í bíl fyrir framan leikskólann og útskýrði þetta fyrir honum þar sem hann hágrét. Ekki frekjulega, heldur innilega.

Ég náði honum á mitt band þegar ég greindi frá því að það gengi ekki að fara inn til allra krakkana með sleikjóinn því þá myndu þau öll vilja fá að smakka.

Með ekka samþykkti hann að það yrði nú ekki sniðugt. Á endanum sættumst við á að geyma hann í bílnum með það skilyrði að ég kæmi hlaupandi og næði í hann á eftir með sleikjóinn í hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundi hann eftir sleikjónum (vont orð) þegar þú komst að sækja hann?

Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Þegar ég kom að ná í hann tók hann sprett til mín og hrópaði ,,pabbiiii, sleikjóóóóó"

Já, hann mundi sko eftir honum.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 26.3.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband