Leita í fréttum mbl.is

Sennheiser

Ég keypti mér Sennheiser HD 202 heyrnatól, eða TcZennhæzA eins og ég kalla þau.

Ég lýg engu um að þetta er það besta síðan skorið brauð. Ég hef náttla ekki keypt mér alvöru heyrnatól síðan ég var unglingur þannig að þetta er rosalegt transition fyrir mig.

Að fara úr þessum ódýru litlu lame títiprjóns tólum sem ég átti í TcZennHæzA þrumubassa tólin er engu líkt.

Ég fór í Pfaff í morgun og fjárfesti í þessu. Ég sagði við gæjann að mig vantaði heyrnatól. hann fór þá beint í tólin niðri lengst til hægri eins og af gömlum vana. Ég var fljótur að stoppa hann af því þau voru á yfir 60 þúsund kjéll. Sölumennirnir kunna þetta. Þeim er klárlega sagt að fara beint í þessi dýru tól.

Ég sagði honum að ég væri með kröfur. Milli 5 og 10 þús, mun hlaupa með þau, bassinn þarf að skila sér og svo þurfa þau líka að vera sexí.

Gæjinn rétti mér þá þessi Sennheiser HD 202 og plöggaði í fyrir mig. Ég heyrði lag svo tært að ég meig nánast í mig. Ég keypti þau á núll punktur einni.

Svo þegar heim var komið þá prófaði ég þau á Ipoddnum mínum og bara hljóðið þegar maður skrollar á milli laga var fáránlega tært.

Mig actually hlakkar til að fara að hlaupa á eftir.

Allavega.....Sennheiser er málið.

http://pfaff.is/heyrnartol/lokud/?ew_2_cat_id=42600&ew_2_p_id=8832


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég ætti að kaupa mér heyrnatól þá væri skull candy eina sem kæmi til greina.

Be cool!!!

Pétur (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

já, ég rak augun í þau á einhverri síðu. Ég hló innra með mér.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 22.3.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband