20.3.2010 | 10:12
Nýtt líf
Ég datt inn í myndina ,,Nýtt líf" með Þór og Danna í gærkvöldi. Ég var ekki búinn að sjá hana í yfir 10 ár. Og því búinn að gleyma hve mikil snilld hún er.
Þessi mynd er sannkölluð frasa maskína. Frasi eftir frasa.
,,hvar hafiði verið?" ,,Hér og þar.....a-ð-a-lega þar"
,,SIGGI! SIGGI MAJÓNES"
,,ertu að segja að ég sé ekki RÓLEGUR"
,,áttu eld?" ,,nei, en ég á svona bursta"
,,alvöru karlmenn drekka bara ROMMMM og..... .VISSSSKÍ"
og margir aðrir sem ég man ekki í fljótu bragði.
Eggert og Karl fara gjörsamlega á kostum án þess að vita af því. Það eina neikvæða við þessa mynd er hve snubbóttan endi hún hefur. Allt í einu endar hún bara án þess að spurja kóng né prest.
En auðvitað er þetta hámark aulahúmorsins. Þeir sem ekki fíla það bíta bara í skjaldarendur og geta dáðst að myndatökunni eða lýsingunni.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.