Leita í fréttum mbl.is

Fermingagjafir

nú eru fermingar á næsta leyti og ungir krakkar farnir að iða í skinninu útaf væntanlegum gjöfum og almennum hagnaði sem hlýst af fermingarveislum.

Hvað ætli krakkar fái núna í gjafir? Það er svo langt síðan maður fermdist að ég hef ekki guðmund um hve miklu fólk eyðir í þetta.

Ég man að ég fékk á sínum tíma fullt af allskonar crappí gjöfum og svo nokkrar góðar.

Ég fékk græjur frá mömmu og pabba. Sér keyptar í einni bæjarferðinni í höfuðborgina. Goldstar græjur með tvöföldu kasettutæki sem svo var notað óspart við að taka upp mix snældur. Það bræddi úr sér á endanum. Geisladiskaspilarinn virkar ennþá.

Þetta var á þeim tíma sem menn voru rétt hættir að vilja plötuspilara og því ekkert um það crap. Kata systir sem er tveim árum eldri var einmitt með plötuspilara.

Mig var búið að langa í þessar græjur í langan tíma og var löngu búinn að kaupa fullt af geisladiskum til að vera nú tilbúinn. Sá fyrsti.....Master of Puppets með Likkunni. Svo átti maður náttla fullt af snældum og spilaði það bara á ghettoblaster á meðan fermingaraldurinn lét bíða eftir sér.

Svo fékk ég rakvél, sem btw er nánast enn óþörf sökum taðskeggs gena minna.

Svefnpoki, sem ég síðar brenndi inní tjaldi eina verslunarmannahelgina í miðgarði. Við nenntum ekki að pakka tjaldinu saman og brenndum bara allt draslið. Mökk ölvaðir, og keyrðum svo til Akureyrar og sáum strax eftir að hafa gert það þegar rökkva tók þá nóttina.

Svo fékk ég orðabók sem ég notaði aldrei. Fyrir utan að flétta upp orðinu ,,friggin useless".

En ástæða þessara færslu og punkturinn í öllu þessu er næsta gjöf sem ég minnist á. Það tíðkaðist á þessum tíma að gefa fermingarbörnum PENNA!. Ég fékk ekki bara einn, heldur fjóra!

Þið getið ímyndað ykkur ánægjuna hjá litla fermingardrengnum, sem btw fermdist í leðurjakka með kögri, þegar hann reif upp hverja gjöfina á fætur annari og niðurstaðan alltaf sú sama.

FRIGGIN PENNI!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband