Leita í fréttum mbl.is

Death Magnetic

Það er Metallica þema hjá mér núna. Er nýbúinn með ævisögu hljómsveitarinnar ,,All that matters" og hún er góð. Endurvakti að sjálfsögðu gamla rokkara neistann og hef farið í gegnum allar plöturnar.

Var núna að rúlla í gegnum Death Magnetic, heilar 75 mínúturnar, straight. Þessi skífa er últimate. Úber. Hún er geðg. Sennilega besta rokk plata sem gerð hefur verið. Án djóks.

Þeir vildu gera mjög þunga og kraftmikla plötu og það er nkl það sem hún er. Ólíkt St. Anger sem er bara léleg og vantar allar melódíur þá er þessi full af melódíum, riffum, trommuþunga og sál.

Þeir settu meðvitað engin gítarsóló á St. Anger en það er sem Kirk sé með sprengjur í höndunum á Death Magnetic.

Það sem er öðruvísi við þessa plötu er að þeir kúpluðu Bob Rock út úr klefanum og settu Rick Ruben inn á takkana. Rock kom til sögunar á svarta albúminu og alveg fram að Death Magnetic. Myndi segja að hann hafi ekki gert góða hluti fyrir Likkuna því þetta er myrkur tími í sögu hljómsveitarinnar. Eina góða skífan er sú svarta. Svo kom Load, Reload og St. Anger. Allt crap (með bara nokkrum sæmó lögum inn á milli).

Þeir hefðu betur haldið sig við FLemming Rassmusen sem stjórnaði Ride the lightning, Master of puppets og ...And justice for all. Eða bara fengið Rick Ruben strax eftir það.

Anyways, er að fara renna í gegnum ,,A year and a half in the life of Metallica" vídjóið.

Held að það sé mikilvægt að drífa bara í því til að ná því út úr kerfinu. Svo ég geti haldið áfram með lífið. Svo lofa ég að byrja að hlusta á meira töff og kúl tónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ragna.is (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband