Leita í fréttum mbl.is

Pissuskála code of ethics

Klósettferðin í bíóinu var kapituli út af fyrir sig.

Ég hef þróað með mér nokkurs konar ,,Stage fright" við pisserí í hlandskálar. Ég fór einn daginn að hugsa um fólk með það syndrome og hve óheppið það væri.

Nú, þar sem ég var farinn að hugsa um þetta þá tók ég eftir því að ég var hálfpartinn orðinn semí smitaður. Þá fór ég að forðast pissuskálarnar og fór oft beint inn í básana. Sem að sjálfsögðu bætti bara olíu á eldinn og ég orðinn full fledge ,,Stage fright" material.

Allavega þá fór ég á klóstið í bíóinu í gær fyrir myndina. Ég gékk inn og enginn var þar inni. Það voru þrjár pissuskálar og tveir básar. Til að taka á þessum vanda þá reynir maður að pína sig stundum en samt bara í babysteppum.

Þannig að í básana skildi ég ekki fara í þetta sinn.

Þar sem skálarnar voru þrjár þá að sjálfsögðu hefði ég átt að velja annað hvort hægri eða vinstri skálina samkvæmt ,,the Hlandskála code of ethics" sem allir karlmenn kunna.

Fyrir tjéllingarnar sem lesa þetta blogg þá er það svo að næsti gæji, ef hann skyldi koma inn, gæti valið hlandskálina fjærst þér og skilið eina auða inn á milli okkar. Því að sjálfsögðu míga ókunnugir menn aldrei hlið við hlið, það stríðir gegn öllu heilögu.

En þar sem ég ætlaði bara að taka þetta í babysteppum þá útilokaði ég alla aðila með því að velja miðjuskálina. (Ég er ekki enn tilbúinn að míga á sama tíma og annar gæji í pissuskálunum).

Ég stóð með drekann úti og hugsaði ,,gæti ég pissað ef einhver kæmi inn" og þar af leiðandi kom engin buna. Á þessari stundu kom gæji inn. Ég bara ,,FOOOOKK"

En þar sem ég hafði garanterað skálarnar þá fór hann að sjálfsögðu inn í einn básinn.

,,Ókey Íslandsmeistari, núna er tækifærið. Sýndu þessu syndrómi hver er karlmaðurinn í þessu sambandi".

,,PISSAÐU!!!"

Það var mikill fögnuður og léttir þegar gullna regnið loksins frussaðist út sem bilaður vaskakrani. Stráknum hafði tekist að pissa ,,in the open" með annan gæja inn á klóstinu. Húrra fyrir hugrekkinu!

Gæjinn var búinn á sama tíma og ég. Þar sem við stóðum báðir við vaskana gaf stoltann mann á að líta. Hinn gæjinn örugglega bara ,,hvaða skítaglott er á þessum homma".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband