Leita í fréttum mbl.is

Dvergurinn í Undralandi

Fór í bíó í gær. Sá Alice in Wonderland. Eða öllu heldur sá smá af henni þar sem ég svaf smá í fyrri hálfleik.

Það var töff að sjá þessa þrívídd. En myndin sem slík er ekkert spes. Hún fær bara sirka 2 og hálfa af 5 hjá mér.

Þetta byrjaði vel, við settumst niður fyrir miðju í miðjunni. Fyrir framan okkur settist dvergur! Sem var snilld. Það gæti ekki hafa verið betra í raun. Garanterað ekki að fara trufla útsýnið sá.

Hinn fullkomni fyrirframan gæji.

Við veltum fyrir okkur hvort allir fengu svona dverg til að taka með heim. Þetta var nú einu sinni Lísa í Undralandi.

Svo var það svo fyndið að maður lifir sig náttúrulega inn í myndina og slíkt. Og svo þegar hún var skyndilega búin þá stóð maður upp og tók aftur eftir dvergnum. Mér fannst ég þá ennþá inn í myndinni. Eins og raunveruleikinn væri ennþá ekki byrjaður og ég orðinn þátttakandi í sögunni. Ég og dvergurinn.

Svo snappaði ég út úr því transi og veruleikinn tók aftur við.

ps. eru þeir kallaðir dvergar? eða litla fólkið eða smáfólk? Finnst dvergur eitthvað svo tekið úr fantasí heimi. Tröll, álfar og dvergar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband