Leita í fréttum mbl.is

Ástarhjal við afgreiðsludömu

Þar sem ég keypti bókina í gær lenti ég á tali við afgreiðsludömuna. Hún var sirka 60 ára gömul og í hermannajakka með kögri.

Hún skannaði bókina en ekkert gerðist. Hún var greinilega ekki í kerfinu hjá þeim. Hún bara vúps.

Ég kom þá með þennan obligatory brandara sem óhjákvæmilegt er að stynja út úr sér við aðstæður sem slíkar. ,,nú hva! er hún bara ókeypis".

Hún leit ekki upp, greinilega vön þessum klassíker, og sagði ,,nei vinur, það er sko ekkert ókeypis í þessum heimi".

Þar sem mér finnst gaman að tala við almúgan þá hélt ég áfram og sagði ,,jú, ást".

Þá leit mín upp, skannaði mig með augunum og sagði ,,kannski til að byrja með".

Rétti mér svo eintakið af ,,How to make love like a pornstar" og sagði ,,gjörðu svo vel".

Mér fannst einhvern vegin eins og hún hafi sigrað þetta samtal. Hvort hún læsi eitthvað í að ég væri að kaupa þessa bók eður ei skal ósagt látið. En titillinn hjálpaði allavega ekki mínum málflutningi.

note to self: rannsaka hvernig í andskotanum ég kem mér í þessar aðstöður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband