Leita í fréttum mbl.is

Hreyfing

Ég er byrjaður í rækt sem heitir Hreyfing. Hef farið núna tvo daga í röð. Núna er ég stirður og með strengi. Sem er vel.

Það kom mér á óvart hve miklu auðveldara er að hlaupa á bretti en úti. Á mánudaginn skvetti ég 5km á 35 mín fram úr erminni og hefði getað hlaupið miklu lengur. Í gær tók ég bara 4km á 30 mín.

Ég ætla að leggja áherslu á hlaupin. Taka kannski um 60 mín í það á endanum með því að vinna mig aðeins upp í því. Jafnvel 40 mín fyrst svo æfingar svo 20 mín í lokin.

Svo langaði mig bara að hafa þetta einfalt. Taka magaæfingar, ehem sorrí Henning, KVIÐæfingar, magaæfingar eru víst eitthvað sem maður gerir þegar maður borðar eða sippar bjór í sig. Kviðæfingar, bakæfingar, hendur og brjóst. Fjögur stykki af æfingum og láta það nægja.

Er á viku prufu passa. Ætla svo að kaupa tveggja mánaða kort á tvisvar 6900, sem mér finnst frekar góður díll.

og já, ég ætla að fara alla virka daga. Og enga neikvæðni svo. Ég man þegar ég sagði fólki að ég væri að hlaupa úti og ætlaði bara að gera það. Þá mætti ég ekkert nema neikvæðni.

Jú vissulega voru miklar líkur á að maður héldi það ekki út, alveg eins og maður á kannski ekki eftir að halda út að fara 5 sinnum í viku núna, EN for god sakes, það hjálpar pottþétt ekki að heyra letjandi háðsglósur um að það sé óraunhæft og slíkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband