Leita í fréttum mbl.is

Uppruni putta- og fokkjúmerkisins

Skemmtilegt er einmitt frá því að segja að þessi puttabending Gerrards á rætur sínar að rekja til þess tíma er englendingar og frakkar voru í eilífu stríði.

Þegar frakkar náðu að taka einhverja englendinga til fanga þá skáru þeir jafnan þessa tvo putta af þeim. Það var vegna þess að englendingarnir notuðu einmitt þessa putta við að skjóta úr bogum sínum á frakkana.

Þegar englendingarnir fréttu af þessum ljóta sið frakkana þá flössuðu þeir sem voru ekki handteknir puttunum framan í frakkana í næstu orrustu til merkis um að þeir væru enn með sína putta og að frakkarnir mættu eiga von á að fá eitt stykki ör á milli augnanna ef þeir pössuðu sig ekki.

önnur saga segir frá uppruna ,,fuck you" merkisins. Þegar englendingar náðu í eitt stykki frakka sem fanga þá skáru þeir miðjufingurinn af honum sem notaður var í að draga bandið í boganum aftur. Því ólíkt englendingunum notuðu frakkar bara einn putta.

Ef að fanginn slapp einhverra hluta vegna þá sýndi hann englendingunum puttan og hrópaði ,,plume-tu" í næstu orrustu. En eins og gefur að skilja þá heyrðist nú ekki mikið á milli víglína og þetta skildist sem ,,fuck you". Það, ásamt því að sjá miðjuputtann uppréttan skapaði svo þessa hefð við móðganir út um gjörvallan heim.


mbl.is Framkoma Gerrards skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru þessar sögur bara "myth" þótt skemmtilegar séu. Í raun og veru er ekki vitað hvaðan þessar handarbendingar komu.

Heimildin fyrir þessu kom úr hinum frábæra þætti QI með honum Stephen Fry, mæli með þeim.

Adam (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 11:23

2 identicon

Takk fyrir thetta félagar, skemmtileg lesning!

Pálmi (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Þú virðist nokkuð viss í þinni sök, hvernig veistu það? Af því að Stebbi steik sagði það í QI? Ég hef nefnilega séð bæði að þetta sé rétt og líka rangt.

Maður veit ekkert hverjum maður á að trúa og best er, sýnist mér, bara að trúa íslandsmeistaranum. Kalt mat.

ps. ég horfi á QI og finnst snilld.

@Pálmi....Ég þakka hlý orð í minn garð

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.3.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband