8.3.2010 | 14:15
Spegill, spegill herm þú mér. Hvað er besta dagblaðið?
Allir kannast við hið gamla húsráð að nota dagblöð við að þrífa spegla. Maður spreyjar úðanum léttilega yfir glerið og nuggar svo dagblaðinu saman kurluðu hressilega yfir og eins og um galdur væri að ræða, hverfa öll óhreinindi sem dögg fyrir sólu.
EN
Það er klárlega ekki sama hvaða dagblað notað er, eins og ég komst að í morgun.
Það virðist skipta máli hvaða tegund maður notar. Ég notaði ,,dagskránna" en það var ekki að gera sig.
Ætli innihald blaðsins skipti máli? Kannski að dánarfregnir og jarðafarir svínvirki á meðan að fréttir af Icesave geri spegilinn bara skítugri!
Hver veit. En ég veit þó að þessi spegill var ekki að fíla dagskránna í ríkissjónvarpinu næstkomandi föstudag.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.