Leita í fréttum mbl.is

Heimskt fólk

Fórum og sáum 5 mín af leikritinu því Sebas hafði akkurat engan áhuga á þessu barnakjaftæði. Ég reyndi að gera þetta spennandi með því að segja að úlfurinn væri að koma og slíkt. Hann bara leit á mig og gaf frá sér nonchalant vibe. Eins og hann væri of gamall fyrir svona crap.

Við ráfuðum því um safnið og sebas lenti í fight við ungling. Þessi wannabe gothari var ekkert að gá að sér og dúndraði Sebas nærri því niður. Sebas rétt hélt jafnvægi en gotharanum var slétt sama og hélt ótrauður áfram eins og ekkert hafði í skorist, engin afsökun eða neitt. Hann leit ekki einu sinni upp.

Ó, hann leit upp 5 sekúndum síðar þegar ég bodychekkaði hann harkalega, íshokkí style, þar sem ég kom labbandi eftir Sebas.

Ég sagði honum að gá að því hvar hann labbaði.

Ég þoli ekki svona heimskt fólk. Ég meina...þú ert staddur í barnadeildinni þar sem uþb 50 lítil börn eru á ferðinni og þú bara anar áfram eins og tankur.

Ekki á minni vakt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband