5.3.2010 | 13:03
Keef
Í ævisögu Keith Richards er vandlega farið yfir allt á hans ferli. Mick Jagger er soldið málaður sem síðri manneskja. Soldið sem tækifærissinna og hommalegum vælukjóa.
Á meðan Keith vildi alltaf bara spila tónlist og var straight forward þá kemur jagger út sem gæji sem vildi geðgt show, marga búininga, make up og sýndarmennsku.
Ef ég hef lært eitthvað í gegnum tíðina þá er það að lesa á milli línanna. Vissulega er Jagger meiri showman en örugglega ekki jafn mikið sissí og Keith vill láta vera.
Ég man t.d. þegar ég las ævisögu Seve Ballesteros. Þá kom það út eins og allir aðrir væru hálfvitar. Seve hafði alltaf rétt fyrir sér og bæði stjórnendur ameríku og evrópu túrsins voru svo vondir menn. Í flestum verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur voru oftast einhverjir árekstrar. Svo fattaði maður náttlega að það var Seve sem var hálfvitinn. Ekki allir hinir.
Allavega, það er líka áhugavert að á sjöunda áratuginum var Keith gjörsamlega útúr dópaður á heróíni. Jagger þurfti þá nánast að sjá um Stones eins síns liðs. Svo á áttunda áratuginum þá tók Keith sig á og var fjölskyldumaður. Maður bara....já, gott hjá honum. Svo kemst maður að því að það að vera clean og góður gæji, fjölskyldumaður og ekkert í veseni þýddi að hann tók lítið sem ekkert heróín en drakk í staðinn sirka flösku á dag, var í hassí og snortaði kókaín sem ryksuga.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.