4.3.2010 | 18:50
Golf pælingar
Hraunkots æfingu var frestað sökum þess að allir boltarnir voru búnir. Það var búið að slá þeim öllum. Það voru því 50 þúsund boltar að sögn, undir snjónum sem þekur æfingarsvæðið og ekki hægt að týna þá upp.
Engin furða að íslenskir kylfingar séu ekki að gera gott mót svona almennt séð á erlendri grundu. Ekki hægt að æfa því kúlurnar eru fastar undir snjó!!!
Ég fór því bara í kórinn í kópavogi og spjallaði við Derrick þar. Við kíktum á sveifluna og þetta lítur bara vel út. Enn soldið laid off í hæstu stöðu aftursveiflu og hægri fótur of fljótur að stíga upp í niðursveiflu.
Að hægri fótur stígi upp er tengt því að rassinn í niðursveiflunni ýtist aðeins fram og því minna rými fyrir kylfuna að fara framhjá líkamanum.
Derrick var með ráð við því. Hann smellti stólbaki upp við rassinn í upphafsstöðu og sagði mér að ýta stólbakinu pínu í niðursveiflu.
Eins og við manninn mælt þá ekki nóg með að fóturinn haldist niðri og skapar betra rými fyrir kylfuna, heldur er ég ekki lengur laid off í topp stöðu aftur sveiflu!
Er þessi maður ske-nillingur eða hvað.
Fór svo og tók smá skurk í stutta spilinu. Gengur bara vel þar. Vann Simma m.a. í ,,harki" sem er náttúrulega vendipunktur í mínu lífi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.