26.2.2010 | 10:01
Operation go á 695 MB
Fór í hraunkot í gær og prufukeyrði loks alvöru 695mb járnum. Var búinn að prófa 690 sem að sjálfsögðu er svipað dæmi en 5 árum eldra og notaðar. Og ekki jafn fallegar.
Kylfan virkaði sem svín. Mun þyngri og nánast sá um alla vinnuna. Tók nokkrar kúlur með 695 og skipti svo í S59. Það var nánast eins og að fara í bambusprik. Ping er svo mikið mun léttari kylfa. Mér fannst ég þá vera að sveifla kylfunni út um allt sökum hve létt hún var. Versus 695 sem hélt ávallt línunni sem pendúll.
Það var reyndar soldið erfitt að sjá á eftir kúlunni í snjónum og allri snjókomunni. En maður lætur ekkert svoleiðis smáatriði stoppa sig *Ehem*
Sá fyrstu 10-15 kúlurnar og það var nóg til að sannfæra mig um að Titleist 695mb would be mine, oh yes, they will be mine.
Svo sá maður ekkert á eftir kúlunum eftir það en fann bara kontaktinn, hvort hann var góður eður ei. Maður veit nokkurn vegin hvort höggið er gott eða slæmt.
Meira að segja Sebastian þekkir fegurð þegar hann sér hana. Hann leit á 695mb og strauk henni. Sagði svo ,,papá, sjáðu, rennibraut" og strauk Z lögunina á kylfublaðinu. Ég sagði þá ,,Já sonur sæll, þetta er fallegt" og hann bara ,,Já".
Kominn með samþykki frá Sebas.......operation GO!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.