Leita í fréttum mbl.is

Taka tvö

Fékk lánað sexu járn til að gefa Titleist annan séns. Núna er ég með 695 mb í höndunum og guð minn almáttugur hve þetta er fallegt stykki. Eins og ég hef marg oft sagt en sjaldan meint eins mikið og nú......þetta er fallegasti manngerði hlutur sem ég hef séð. Svo fallegt að mig langar að vera kúlan sem járnið rassskellir í hvert sinn sem ég sveifla kylfunni.

En núna er spurningin, mun ég geta hónað járnið að minni sveiflu. Hve langan tíma tekur að aðlagast nýju setti.

Við erum að tala um að þessar 695mb séu D2 í sveifluþyngd en Ping S59 bara D0. Ég er ekki að fara upp um einn flokk heldur tvo í þyngd. Það er massíft.

Þó sveifluþyngd sé ekki sú sama og static þyngd þá vigtaði ég sexuna og bar saman við mínar kylfur og boy ó boy. Hún vó 450gr! PW mitt í pinginu vegur 448gr!!!!

Kylfur eru sem sagt þyngri eftir því sem járnið er styttra. Þristur er léttari en sexa og sexa léttari en wedgar.

En þessi titleist 695mb sexa er actually ÞYNGRI en wedginn minn. Þannig að við erum að tala um að Titleistinn sé um 5 kylfum þyngri. Þetta er mjög mikill munur og á eftir að henda rythmanum pottþétt soldið úr sinki.

Ég er samt reiðubúinn að prófa þetta og aðlagast fyrir þessa fegurð.

Svo er 695 með meira loft en ping járnin. Enda tók ég eftir því að ég fékk hærra boltaflug síðast þegar ég prófaði. Það er bara töff.

En núna er snjór úti og ekkert spes að vera prófa kylfur goddemit. What to do, what to do.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband