20.2.2010 | 01:50
Mr Quick Witted I presume!
Tók bensín á n1 á wall street sem er ekki frásögu færandi nema hvað....
Þeir sem lesa bloggið vita að ég hef skrifað um Mohammed(sem heitir reyndar Paolo) sem vinnur á n1 í ártúnsbrekkunni. Hann er karakter og kann ég honum skrýtna söguna.
Haldiði ekki að Paolo sé kominn með keppinaut.
Sá vinnur hjá sama fyrirtækinu nema bara í Borgartúninu. Þetta er frekar ungur gæji en öllu hressari en Paolo. Soldið vírd lúkkin og örugglega skjalfestur sem semí nörd ef út í það er farið. En vingjarnlegur.
Ég vatt mér að honum og áður en ég gat stunið upp orði, horfði hann í augu mér og sagði:
SN: Dæla 2 ekki satt?
Ég: jú, mikið rétt.
SN: Það gera 7 milljónir 3 hundruð þúsund og fjögurtíu krónur!
Ég: Já flott, skelltu því bara á þetta visa business, það ætti að kovera það (sagði ég óvenju quick witted og fáránlega beinskeittur)
SN: Ertu viss um að þú viljir ekki taka bara myntkörfulán fyrir þessu?
Ég: Jú, það væri kannski bara fínt, takk
Svo dó þetta samtal út þar sem ég borgaði þessar 7340kr sem ég skuldaði fyrir bensínið.
Þetta samtal er ekki ýkt. Þessi gæji var bara fáránlega hress og ég óvenju fljótur með viðeigandi tilsvör.
ps. ,,SN" stendur fyrir Semí Nörd. ,,Ég" stendur fyrir Íslandsmeistarinn
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.