19.2.2010 | 17:01
A year in a day
Ég náði í Sebas kl 8 til Maríu þar sem leikskólinn var lokaður í dag. Við fórum í lundin í garðabæ. Þar sem ég var til 3 í nótt að lesa the dirt þá var ég þreyttur og tjáði drengnum það. Ég lagði mig og hann lék sér allt í kring þmt oná bakinu á mér. Svo vaknaði ég bara kl 12 með Sebas sofandi mér við hlið. Einfalt mál.
Góður lúr í morgunsárið og við orðnir eldhressir feðgarnir.
Við sporðrenndum því fisk og kartöflum og fórum svo beint á stúfana.
Fyrst í smáralindina, svo kringluna og loks í perluna á bókamarkaðinn. Honum fannst nú gosið í perlunni áhugaverðara heldur en bækurnar. Horfðum sirka á 5 gos.
Við hlustuðum eingöngu á David Bowie í bílnum, eða Deiví Bóví eins og Sebas kallar hann. Hann á sér uppáhalds lag með honum. Suffragette city. Þá sérstaklega útaf ,,wham, bam, thank you mam" kaflanum sem ég þurfti að endurtaka uþb fjögurhundruð sinnum.
Fórum svo í bakaríið þar sem pungurinn valdi sér sjálfur eitthvað stöff. Komum heim og hann át bara gúmmíbjörnin oná stykkinu og vildi ekki meir. Megrun?
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.