Leita í fréttum mbl.is

Titleist 690 mb

Ég prófaði Titleist 690 mb í gær. Smá vonbrigði með þær kylfur. Þetta eru reyndar kylfur frá árinu 2002 og því mikil framför orðin síðan þá. Samt, þetta eru klassískar titleist kylfur og ættu að gefa góða mynd af hvernig 695 mb myndu spilast, sem eru frá 2007.

Mér fannst ég vera sveifla járnpriki með steinklumpi á endanum. Fáránlega þungar kylfur og mjög spes að fara í þær frá ping kylfunum. Þegar ég fór svo aftur í ping þá fannst mér ég vera með plastkylfur í höndunum.

Gjörsamlega truflar allt tempó í sveiflunni sem ég hef verið að æfa hingað til.

Þetta var soldið skrýtið því mér fannst mun erfiðara að ná góðu höggi með pw og sexu heldur en með 3 járninu. Þristurinn ætti að vera í raun ein erfiðasta kylfan í pokanum en einhverra hluta vegna þá myrti ég kúluna alltaf beint af augum. Það gaf mér gífurlega vellíðan en hinar tvær toguðu mig aftur á jörðina því miður.

Ég var alltaf að púlla hinar kylfurnar. Ætli þunginn í kylfunni hafi gert að verkum að líkaminn hafi þurft að toga meira í hana til að ná henni niður og verið því opinn við impact! Að líkaminn færi of fljótt í gegnum tempóið og væri á undan kylfunni! Þannig að kúlan væri alltaf að fara beint til vinstri?

Hver veit(Derrick). En allavega þá var þetta ekki byrjunin á ástarævintýrinu sem ég hélt að það yrði.

Núna er ég á báðum áttum með hvort ég vilji Titleist. Þær eru nefnilega þekktar fyrir að vera mjög þungar og stirðbusalegar sagði Úlli mér. Mér finnst ég mun opnari fyrir að prófa aðrar tegundir. Væri kannski til í að sveifla Mizuno, Srixon, TM og nýju Ping. Svona þar sem ég er kominn á jörðina með að vilja eingöngu blade lúkkið. Ég meina....ég vil fallega blade lúkkið, en bara ekki svo mikið að ég fórni sveiflunni, góðum árangri og eigin vellíðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Færð þér bara Callaway X-forged.. Málið DAUTT!

Ace (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

þú segir nokkuð. Ég bætti því við á listann minn til skoðunar.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 17.2.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband